Ég geri allt sem þú vilt

Ég geri allt sem þú vilt
(Lag / texi: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson)

Stundum gerast hlutir af sjálfu sér,
stundum gerast hlutir í huga þérs
stundum gerist óvart sem mátti‘ ekki
sem átti ekki að ske.

Ekki vera dapur, fyrirgefðu mér,
ekki vera reiður ef ég segi þér.
Þú munt fá að vita allan sannleikann
ef dæmirðu mig ei.

Mér var svo kalt,
hann var svo hlýr.
Við fundum yl,
ég gleymdi mér.
Hann gleymdi sér,
við vorum einmana – einmana.
Þetta átti ekki að ske.

Gefðu mér grið – ég bið þig.
Gefðu mér frið – fyrir samvisku.
Gefðu mér þig – til baka.
Og brosið þitt – ég geri allt sem þú vilt.
Geri allt sem þú vilt.

Leyfðu mér að finna fyrir þér,
leyfðu mér að vita hvernig fer
núna þegar þú veist sannleikann,
ekki dæma mig svo hart.

[af plötunni Todmobile – Spillt]