Leyfðu mér

Leyfðu mér
(Lag / texti: Hreimur Örn Heimisson og Gunnar Þór Eggertsson / Hreimur Örn Heimisson og Jón Guðfinnsson)
 
Ég ráfa um,
veit aldrei hvar ég er.
Mér sýnist
ég þurfa að breyta mér.

Um allan heiminn hringsnýst ég,
reyni að finna hvar ég er.

Mér sýnist
ég þurfa að breyta til.
Allt hefur gengið
en ekkert mér í vil.

Um allar nætur hringsnýst ég
fastur í myrkri.

Leyfðu mér að finna,
leyfðu mér að sjá,
leyfðu mér að skoða,
leyfðu mér að fá.
Sama hvað ég geri,
sama hvað ég reyni,
leyfðu mér að finna,
leyfðu mér að fá.

Um alla dag hringsnýst ég,
reyni að finna hver ég er.

Lítil myndhverfing
gælir við huga minn
um almættið
en aldrei fæ ég inn.

Ég fölna allur,
spyr spurninga’ um sál mína
um sæluvímu en aldrei fæ ég svar.
Hvar er ég, hvað veit ég um það.
 
[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]