Áhyggjulaus

Áhyggjulaus
(Lag og texti Hreimur Örn Heimisson)

Við höldum áfram
eftir okkar leið á okkar vegi.
Ekkert sortnar, ekkert skugga fellur í.
En dag frá degi lifum lífi þótt þögnin segi
ekki brotna niður

Samt held ég áfram,
ég er ósæranleg sál, ég get ei grátið eins og þú.
Samt höldumst saman,
verðum aldrei nánari en nú,
ekki brotna niður.

Viðlag
Sjáðu bara mig,
ég stend á eigin fótum.
Áhyggjulaus fyrir það sem koma skal.
Horfðu bara á mig,
ég flýg á mínum vængjum
yfir þér, yfir þér.

Þú getur grátið,
haltu áfram og fyrir engum
skaltu lúta eða lifa öðru lífi fyrir þig.
Því dag frá degi lifum lífi og þögnin segi
ekki brotna niður.

Við getum gert allt svo miklu betur
en allir hinir, við gætum gert allt hér svo vel.
Við getum lifað svo miklu lengur
en allir hinir, sjáðu hér.

viðlag

[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]