Heimsendir

Heimsendir
(Lag / texti: Njáll Þórðarson og Hreimur Örn Heimisson / Friðrik Sturluson)

Ég hugsa oft það sem að gerist hér.
Allt sem er augljóst mál eða enginn sér.
Að búa okkur öll undir næsta dag
er betra’ en ekki neitt fyrirkomulag.
&nbsp
Get ég treyst á þig og sjálfan mig,
ef þú gætir aðeins áttað þig.
Það er ekki eins og á morgun sé heimsendir,
alls ekki, af og frá.
Meðan ég er hér og ég veit af þér nálægt mér
ætla ég ekki’ að spá.

Það er ekki heimsendir.
Það er ekki heimsendir.
Það er ekki heimsendir.
Það er ekki heimsendir.

Þeir segja’ að allt sé að fara’ á versta veg
en það er gömul frétt, alveg ótrúleg.
Mennirnir ganga um, safna peningum
á undan heiminum, deyja’ úr áhyggjum.

Kannski’ í dag, á morgun eða hinn
jafnvel árið 2005.

[af plötunni Land og synir – Alveg eins og þú]