Nótt [2]

Nótt
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Eyþór Arnalds)

Dag eftir dag.
Nótt eftir nótt.
Byrjun og lok
sem líða skjótt.
Stund eftir stund
við færumst ótt inn í nótt
sem við höllum okkur frá.
Sem við höllum okkur frá.

Líf eftir líf er okkar trú,
dagur á nú er staðreynd nú.
Stund eftir stund,
við færumst ótt inn í nótt
sem við höllum okkur frá.
Sem við höllum okkur frá.

En við áttum okkur vonir, draumana.
Við áttum mikið meira
og við vissum alltaf betur
um straumana sem báru dagana áfram
yfir ár og öld.
Nóttin er svo köld,
þú veist að tíminn líður áfram.
Þú veist að tíminn líður áfram.

Kvöld eftir kvöld.
Þá sefur rótt alheimurinn
og hefur hljótt í augunum er myrkrasótt.
Þessi nótt
sem við höllum okkur frá.
Sem við höllum okkur frá.

[af plötunni Todmobile – Spillt]