Tryllt

Tryllt
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir og Eyþór Arnalds)

Frjáls.
Viltu finna fyrir sól,
hvað viltu gefa fyrir hól?
Ekki búa til neitt fól
ef þú vilt finna frelsi.
Frjáls,
þegar myrkrið skellur á
fara fiðrildin á stjá,
leika leiki og vilja allt eða ekkert.

Ertu fljúgandi, ertu flýjandi,
ertu dugandi, ertu dreymandi,
ertu galandi, ertu gangandi‘ andi?

Ú – vá þú ert frjálslegur í dag
eins og litaspjald,
ertu tilbúinn í allt eða ekkert.

Klæðum okkur úr.
Ég sagði klæðum okkur úr.

Oh – ég er tryllt í það sem að fer af stað,
ég er tryllt í allt sem ekki falt,
ég er tryllt í þig ef þú fílar mig,
ég er tryllt í að komast á hærra stig.
Ég er tryllt í froðu, komdu í freyðibað,
ég er tryllt í sykur og ég elska salt.

Ú – þú ert frjálslegur í dag
eins og litaspjald,
kannski er frelsið orðið fag
og þú verður dúx.

Frjáls.
Viltu finna fyrir sól,
hvað viltu gefa fyrir hól?
Ekki búa til neitt fól
ef þú vilt finna frelsi.
Þegar myrkrið skellur á
fara fiðrildin á stjá,
leika leiki og vilja allt eða ekkert.

Klæðum okkur úr.
Ég sagði klæðum okkur úr.

Fyrst vil ég spyrja þig,
ertu hugsandi, ertu heyrandi,
ertu gefandi, ertu glimrandi.
Ertu spennandi, ertu syndandi‘ andi.

Ú – vá þú ert frjálslegur í dag
eins og litaspjald,
kannski er frelsið orðið fag
og þú verður dúx.

Það er til trúfrelsi, líka kvennafrelsi,
bæði nýtt frelsi og líka gamalt frelsi.
Það er til frelsi fyrir mig og frelsi fyrir þig,
sumir segja það eina vera peningafrelsi.
Það er til frelsi til að tala og líka frelsi
til að hlusta vel á það sem okkur langar til,
að heyra gefðu mér frelsi viðnámsfrelsi,
segðu mér hvað langar þig, hvað viltu fá?

Ég er tryllt í það sem að fer af stað,
ég er tryllt í allt sem að ekki er falt.
Ég er tryllt í þig ef þú fílar mig,
ég er tryllt í að komast á hærra stig.
Ég er tryllt í hanga í heysátu,
ég er tryllt í að ferðast með freigátu.
Ég er tryllt í froðu, komdu í freyðibað,
ég er tryllt í sykur og ég elska salt.

[m.a. á plötunni Todmobile – Spillt]