Franska lagið

Franska lagið
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Nú þú ert hætt að svara mér
og ég veit ekki hvað það er
sem er okkur að læðast að
okkur bæði, ég veit kvelur það.
Er það eitthvað sem ég hef gert?
Eitthvað sem er þér svo mikilsvert
að þú vilt ekki framar sjá mig
og því verð ég að spyrja þig.
Hvernig, hvernig, hvernig,
hvernig gat það skeð?
Hvernig, hvernig, hvernig.
Er það mögulegt að allt sé breytt.

Því nú ertu önnur en áður var.
Þegar áttum við stundirnar.
Okkar ein, þar sem engin sá
og aldrei við segjum þeim frá.
Er það allt saman úti nú?
Er það rétt að burt farir þú?
Og ekki sé um að fást,
mér alveg sé glötuð þín ást.

Því verð ég að spyrja þig, hvernig, hvernig…

Því nú ertu önnur en áður var…

Viltu segja mér satt um það.
Á ég enn þér í hjarta stað?
Get ég ef til vill eitthvert sinn
aftur hitt þig og kysst vanga þinn?
Því ég elska þig enn svo heitt,
án þín verð ég ei framara neitt.
Ertu enn sú sem áður var,
á ég von, viltu gefa mér svar.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]