Þegar tvö flón rekast á

Þegar tvö flón rekast á
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Þú gefst ekki upp
og ég vík ei fet.
Nú er það svo,
við erum uppgefin.
Lifir ástin af
ef alltaf erum þrá?
Hver ber saman brotin
þegar tvö flón rekast á?

Þú kennir mér um allt
og ég í staðinn þér.
Hvað er það sem veldur því
að allt til svona er.
Höfum við gert allt sem unnt er nú,
er allt liðið hjá?
Og hver ber saman brotin
þegar tvö flón rekast á?

En við getum mæst.
Enn er tími til,
því þó öll sé erfið leið
eru þáttaskil.
Ef berum saman brotin
þegar tvö flón rekast á.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]