Ef ég mætti ráða

Ef ég mætti ráða
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)
 
Ef ég mætti ráða værir þú í bleikum jakka,
ef ég mætti ráða værir þú í hvítum frakka.
Ef ég mætti ráða værir þú í blúnduskyrtu,
ef ég mætti ráða væri þú í bleikum skóm.

Ég er annálað snyrtimenni, það vita það allir,
ég er annálað snyrtimenni, það vita það allir.

Ef ég mætti ráða værir þú með hvítar strípur,
ef ég mætti ráða værir þú með gullinn hring.
Ef ég mætti ráða værum við þrælgóðar týpur,
ef ég mætti ráða værir þú í bleikum skóm.

Ég er annálað snyrtimenni, það vita það allir,
ég er annálað snyrtimenni, það vita það allir.

Ég fer í Hollywood í æðislegum buxum,
ég fer í Hollywood í meiri háttar skóm,
ég fer í Hollywood í alltof þröngum buxum,
ég fer í Hollywood í alltof bleikum skóm.

Mig sárverkjar í besefann, það sjá það víst allir,
mig sárverkjar í rassgatið, það vita það allir.

Ef ég mætti ráða fengir þú þér betri vinnu,
ef ég mætti ráða fengir þú þér steddí djobb,
ef ég mætti ráða fengir þú þér betri vinnu,
ef ég mætti ráða fengir þú þér betra starf.

Ég þoli ekki smurolíu, það vita það allir,
ég þoli ekki smurolíu það vita það allir.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Ef ég mætti ráða]