Þú ert sem blóm

Þú ert sem blóm
(Lag / texti: Magnús Kjartansson / Jón Sigurðsson)

Eins og blóm þú barst að vitum mér angan
búin því, sem vakti mér fögnuð og þrá.
Kveiktir mér í brjósti ljúfsára langan,
löngun til þess að fá að vera þér hjá.
Þig ég ekki þekkti þá nema í sjón,
þú vissir ekki að ég væri neins staðar til.
Eins og drottning þú dansaðir framhjá mér,
ég dáði þig en þorði ekki að tala þig við.

Árin liðu, aftur sá ég þig dansa
einmana þú varst, í hópnum sem skemmti sér
þó þú sýndist glöð, þá gat ég vel séð að
gegnum brosið skein þjáning úr augum þér.
Ef ég hefði þá átt eina óskastund
óskað ég hefði að mega vera þér hjá,
og reyna að hrekja burt skuggann sem skyggði á.
Nú skilur þú, í leyni ég elskaði þig.

[af plötunni Björgvin og Ragnhildur – Dagar og nætur]