Saman á ný
(Lag / texti: Síðan skein sól / Helgi Björnsson)
Ég trúi því að þú sért til.
Ég trúi á eilíft líf
og að saman við munum hlæja hátt,
og að saman við munum gráta sárt.
Viðlag
Vildi‘ við værum
hérna öll
saman á ný.
Vildi‘ við værum
hérna öll
saman á ný.
Ég trúi því að til sé ást.
Ég trúi því að hún sigri allt
og að saman við sigrum hel
og að saman við kveikjum líf.
Viðlag
[af plötunni Síðan skein sól – Ég stend á skýi]