Næturlagið

Næturlagið
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson)

Það er kalt í fannhvítum garði um nótt
er ég hugsa til þín,
þar sem ég stend við steininn þinn,
litla legsteininn þinn.

Ég kveiki ljós í herbergi hugans,
ó, já – sem hýsir minningu
um þá litlu stund
er átti ég með þér.

Það var undur – það var gjöf
sem að opnaðist
eins og þúsund blaða lótusblóm
tindrandi eins og norðurljós.
Augun þín voru engu – alls engu lík.

Hvar ertu nú,
lífið sem kviknaði í mér,
hvíldir hjarta mínu næst?
Þú fékkst heiminn ekki að sjá
nema í örskamma stund.

Ó, elsku barn,
hvílist þú nú himnum á,
eða dvelurðu hjá mér í anda sérhvern dag?
Ég skil ekki guð minn,
hann veit – ég fyrir þig vildi deyja.

Eins og þúsund blaða lótusblóm
tindrandi eins og norðurljós.
Augun þín voru engu – alls engu lík.

Ég felli tár sem snjóinn svo bræða,
ó, þú – viltu vera hjá mér í anda svolitla stund.
Ég skil ekki guð minn,
hann veit – ég fyrir þig hefði dáið.
Fyrir þig hefði dáið.

[af plötunni Todmobile – Todmobile]