Flökkusaga

Flökkusaga
(Lag / texti: Þormóður Eiríksson og Gauti Þeyr Másson / Gauti Þeyr Másson)

Á þúsundasta ári, veist að fjöllin vaka
ef rósin fer að visna þá þarft þú að vökva hana.
Bölvuð fokkin þvæla, bro þú skrökvar bara,
er þessi texti eftir þig eða Nökkva Fjalar?
En eftir nokkur ár, nokkrar hrukkur, nokkur tár
verður þessi ferill þinn ekkert nema flökkusaga.
En eftir nokkur ár, nokkrar hrukkur, nokkur tár
verður þessi ferill þinn ekkert nema flökkusaga.

Ég sagði við fólkið „ég ætla að verða rappari“
en fólkið svaraði og sagði „æi greyið mitt“
en mamma sagði alltaf við mig „sæktu drauminn þinn“
og trilljón árum seinna er ég enn þá sofandi.
Ha? Hvað ertu að segja við mig?
Endalaust að finna nýjar hæðir til að keyra yfir.
Eftir tvö þúsund og fimmtán fóru mamma þín
og pabbi þinn og systir þín og bróðir þinn að reyna við mig.

Lífið mitt er eins og flökkusaga
því ég lifi bara endalausa föstudaga.
Þarf að hverfa í korter, hringi í götusala,
síminn fer á airplane, það eru tökudagar.
Gaur hvað ertu að gera?
Það er enginn að kaupa þetta sem þú ert að selja.
Þú segist vera real og pían þín sé gella
en þú ert snákur, hún er eðla
eins og salsa og mozzarella.

Á þúsundasta ári, veist að fjöllin vaka
ef rósin fer að visna þá þarft þú að vökva hana.
Bölvuð fokkin þvæla, bro þú skrökvar bara,
er þessi texti eftir þig eða Nökkva Fjalar?
En eftir nokkur ár, nokkrar hrukkur, nokkur tár
verður þessi ferill þinn ekkert nema flökkusaga.
En eftir nokkur ár, nokkrar hrukkur, nokkur tár
verður þessi ferill þinn ekkert nema flökkusaga.

 [af plötunni Emmsjé Gauti – Bleikt ský]