Bandormurinn

Bandormurinn
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)
 
Ég nenni ekki að hlæja,
ég vil ekki tala.
Því þegir þú ekki
og hættir að mala?
Með górilluglottinu
gefur þú fjölmargt í skyn.
Ég er þreyttur á taugum
og töluvert lúinn.
Þessi leiðindadagur
er nú nærri búinn.
Því ertu ekki úti að leika þér
eins og öll hin?
Ég er faðir þinn, fjárinn,
þú verður að hlýða.
Svona stattu upp af gólfinu
og hættu að skríða.
Bandormurinn þinn.
Bandormurinn þinn.

Hún mamma þín hefði
átt að akta þig betur.
Þú húðlatur liggur
og étur og étur.
Ég er lífsreyndur lifandi maður
með langlundargeð.
Ég þoli ekki þrasgjarna
þreytandi púka
sem gera ekki neitt
nema éta og kúka.
Allir þekkja þig væni,
er þó nokkur vinna og streð.
Ég hef brælað í dag
eins og bandóður maður.
Svona komdu þér út,
ég vil ekkert blaður.
Bandormurinn þinn.
Bandormurinn þinn.

„Gamli er í fýlu,
hann er í fýlu út í sjálfan sig.
Gamli er í fýlu,
hann er í fýlu út í sjálfan sig.“
Ég er faðir þinn fjárinn,
þú verður að hlýða.
Svona stattu upp af gólfinu
og hættu að skríða.
Bandormurinn þinn.
Bandormurinn þinn.

Samt ertu nú vinurinn
ekki sem verstur.
Eins og afi þinn segir
eftir hlutdrægan lestur.
Með góðgerðarglottinu
gefur hann sitthvað í skyn.
En ég er pabbi þinn, væni,
þú verður að hlýða.
Svona komdu undan sænginni,
úti er blíða.
Því ertu ekki í ljósum og líkamsrækt
eins og öll hin?

Ég hef þrælað í dag
eins og bandóður maður.
Svona drífðu þig út,
ég vil ekkert blaður.
Bandormurinn þinn.
Bandormurinn þinn.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]