Babb í bátinn

Babb í bátinn
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég get ekki lýst því,
ekki með orðum,
hve við vorum happí
hérna forðum.
Þú varst í lyftingum
en ég var í ljósum.
Við dönsuðum tangó, tarantella
og tróðum á rósum.

Viðlag
En þá kom babb, babb, babb,
pínulítið babb, babb í bátinn.
Fyrir framan
fjölda manns
þú gafst mér einn þrælvel útilátinn.
Já það kom babb, babb, babb,
pínulítið babb, babb í bátinn
og fyrir framan milljón manns
stóð ég aleinn útgrátinn.

Ég get ekki lýst því,
ekki án tára,
hve gengisfall hugans
var hratt millum ára.
Ég sá í hillingum
hamingju okkar
en hægfara leiðinn
kom í þig
og gekk í veg okkar.

Viðlag

Ég get ekki lýst því,
ekki með orðum,
hve við vorum happí
hérna forðum.
Þú varst á hraðferð upp
en ég eitthvað niður,
að lemja á lítilmagnanum
er landlægur siður.

viðlag

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]