Stúlkan sú er elskar mig

Stúlkan sú er elskar mig
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Stúlkan sú er elskar mig
kenndi mér að kenna til.
Stúlkan sú er elskar mig
er eina veran sem ég skil.
Ég held það bara borgi sig
að virða og þiggja hennar ráð.
Stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð.

Viðlag
En ég þori ekki að segja henni
söguna um mig,
um hégóma, girndir og milljón
mínusstig.
Því ég hef alla mína hunds og kattartíð
verið skíthræddur við ástarsorg og stríð.

Stúlkan sú er elskar mig
man allt ofboðslega vel.
Stúlkan sú er elskar mig
finnur allt það sem ég fel.
Ég held það bara borgi sig
að þiggja og virða hennar ráð.
Stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en stundum bráð.

Viðlag

Stúlkan sú er elskar mig
man allt óþarflega vel.
Stúlkan sú er elskar mig

finnur allt það sem ég fel.
Ég held það bara borgi sig að virða og þiggja hennaar ráð.
Stúlkan sú er elskar mig
er undurblíð en helst til bráð.

Viðlag

Stúlkan sú er elskar mig…

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]