Það er puð að vera strákur

Það er puð að vera strákur
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Er ég á einhvern hátt hafinn yfir
hégóma og heimsku?
Haldbær rök gætu legið móti því.
Gildi mannsins miðast við
framfærslugetu,
kvennafar og fyllirí.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að pæla í því.
Það er puð að vera strákur
og þrufa að pæla í öllu því.

Er ég á einhvern hátt yfirgefinn
undirmálsfiskur.
Haldbær rök gætu legið fyrir því.
Gildi mannsins glatast
í gengistryggðum vonum,
göfugmennskan dafnar
drambinu í.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að kyngja öllu því.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að kyngja öllu því.

Viðlag
Það er puð að vera strákur.
Það er puð að vera strákur.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að kyngja öllu því.

Ég ætla að ræna pakka af Raleigh
og reykj‘ann undir bryggju.
Sýna fyrirhyggju, fá mér drátt
á minn eigin hátt,
hugsa fremur smátt.
Ég þarf að sýnast voða salí
þróttmeiri og stærri,
kvelja hina smærri.
Leika grátt, sýna meiri mátt,
gefa glóðarauga blátt.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að stefna svona hátt.

Er ég á einhvern hátt yfirgefinn
undirmálsfiskur?
Haldbær rök gætu legið fyrir því.
Gildi mannsins miðast við
framfærslugetu, kvennafar og fyllirí.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að pæla í öllu því.
Það er puð að vera strákur
og þurfa að pæla í öllu því.

Viðlag

Það er puð að vera strákur
og þurfa að sinna öllu því.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]