Pínulítið peð

Pínulítið peð
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Við erum pínulítil peð
í pólitískum leik,
sagði skáldið.
Og páraði sitt Lulluljóð
á löngu fallið víxileyðublað.
Við erum pínulítil peð
í pólitískum leik.
Það er málið.
Þar elska okkur allir
og ber oss því að endurgjalda það.

Viðlag
Er það nú ást,
er það nú ást,
er það nú ást.
Og ég segi þér söguna á ný.
Hún fjallar eflaust
um vopnabrölt og blý
í Bóleví.

Við erum pínulítil peð
í pólitískum leik,
sagði skáldið.
Og kyssti sína heittelskuðu
og þerraði af vanga
tregatár.
Við erum pínulítið peð
í pólitískum leik.
Það er málið.
Það elska okkur allir
en ber okkur að endurgjalda það?

Viðlag

Svo tók hann alla
gömlu friðarhyggjufrasana
og tróð þeim oní
terlínbuxnavasana.
Og skundaði á braut
eins og naut,
nýfráskilinn heimsins
harmi endalaust.
Það var sólríkt sumar ´68
en ávallt síðan haust.

Viðlag

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]