Lúlla hverfur

Lúlla hverfur
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Viðlag
Hæ honní,
sögðu þeir
og segja sjálfsagt enn.
Þetta eru
og verða alltaf
merkilegir menn.

Lúlla hverfur sólarhringum saman,
svaka er á vellinum oft gaman.
John hann er svo kósí
og Jock víðáttuhress.
Lúla kveður landans ást
og segir lagó, bless.
Nú nefnið brýnið Dæjana
og gefur frat í lopapeysugæjana.

Lúlla dansar sólarhringum saman,
sorgmædd er hún ekki, blessuð daman.
Hún ætlar út með Danný boj,
já eitthvað út í heim.
Hamingjan er hægrisinnuð,
það sést sko best á þeim.
Og nýja neimið Dæjana
er ekki í stíl við lopapeysugæjana.

Viðlag

Lúlla er að byrja að þykkna að framan,
hún og Le Roy eru byrjuð saman.
En Billý krútt er kósí
og Bó er blökkuhress.
Lúlla kveður mörlandann,
lagó, shitt og bless.
Nú heitir dýrið Dæjana
og gefur skít í lopapeysagæjana.

Viðlag

Lúlla hverfur sólarhringum saman,
á vellinum er voðalega gaman.
Burt hann er svo kósí
og Billý blökkuhress.
Lúlla kveður landans ást
og segir lagó, bless.
Nú nefnist brýnið Dæjana
og gefur skít í lopapeysugæjana.

Viðlag

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]