Ísland hverfur

Ísland hverfur
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngdal)

Nú styðst ég við öldustokkinn,
því stýrt er á kaldan mar.
Bærinn í sæ er sokkinn,
það sést ekki hvar hann var.
Fjöllin í fjarlægð blána,
felur nú dalurinn sig:
andnesin teygja fram tána
til þess að kveðja mig.

Nú þekki ég storminn stríða
er strauk minnar bernsku kinn,
sem móðurhönd mjúka, blíða,
er mælti‘ hún við drenginn sinn:
Vertu því veika styrkur,
vertu því nakta skjól:
ljós þegar leggst að myrkur,
lágnætti hverju sól.

Ei skal nú aftur snúið.
Og út skal á kaldan mar.
Var ei frá vígum flúið, því viljinn mig hingað bar.
Hjartað á eftir heima hrjóstrin og blómin öll.
Deyjandi mun mig dreyma dalinn og þessi fjöll.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]