Er degi hallar

Er degi hallar
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Jónas Guðlaugsson)

Draumsóley hneig þú mér höfuð þitt,
höfuðið þreytta, raka!
Dagurinn hverfur með sólbros sitt,
síðustu álftirnar kvaka,
fljúga og hverfa‘ yfir fjöllin blá,
fljúga og koma‘ ei til baka.
En við skulum deyjandi drekkast á
og draumvængnum hinsta blaka.

Brenna‘ ekki deyjandi blöð þín af trú,
blómanna drottning á engi?
Er ei sem heyri‘ ég í hjarta mér nú
hljóma þá eilífu strengi?
Titra‘ ekki stjörnurnar yfir oss
sem augu er bíðandi vaka?
Draumsóley gef mér þinn dýrasta koss,
er dauðasvanirnir kvaka.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]