Mambó og rokk

Mambó og rokk
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Með eyrun sperrt og afar spekingslega þanka
spenni ég bogann, mæli út og miða.
Á eitthvert stelpugrey, sem gera mætti blanka.
Fígúrur eins og mig ætti sko að friða.
Ég ligg í leti daga langa
og ég læðist út um nætur.
Lostafullur nístingskaldur Rambó.
Allt er í stíl við mína risastóru fætur,
ég er ég og ég kann manna best að dansa mambó og rokk.
Mambó og rokk.
Sé þess sérstaklega krafist af neytendum
þá nota ég smokk.
Mambó og rokk.
Mambó og rokk.
Mambó og rokk.

Ég efli kynni mín við yfirgefnar gellur,
undurblítt, ofurhlýtt.
Ég tæli þær í tangó.
Ég þreifa hér og þar og nota mínar sellur.
Ég er ég og ég á ótal þrýstingsmet í mambó.
Mambó og rokk.
Sé þess sérstaklega krafist af neytendum
þá nota ég smokk.
Mambó og rokk.
Mambó og rokk.
Mambó og rokk.

Ég dansa mambó og rokk.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]