Ég teikna

Ég teikna
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Ég teikna myndir mannlífsins með risastórum penna.
Ég pára prúðbúinn karl og kerlingu sem stjórnar kirkjukór.
Ég teikna myndir af sólinni sem er í vestri að brenna.
Ég teikna fíngerðan fugl og annan sem er hrikalega stór.

Ég teikna frið á jörð, ég teikna lambaspörð í sveitinni hjá henni ömmu.
Ég teikna álf og tröll, ég teikna róluvöll og hetjuna hana mömmu.

Ég krota á myndir af mönnum sem í morgunblöðum brosa.
Ég breyti Denna í dís sem dansar upp á alltof háum hól.
Ég krassa á konu sem kyssir mann með fullan haus af mosa.
Ég breyti stjórnmálakarli í kerlingu í allt of stuttum kjól.

Ég teikna frið á jörð, ég teikna lambaspörð í sveitinni hjá henni ömmu.
Ég teikna álf og tröll, ég teikna róluvöll og hetjuna hana mömmu.

Ég krota á myndir af mannfólki sem tímaritin skreyta.
Ég breyti Thatcher í trúð og tilfinningataugabilað flak.
Ég pára á prestinn sem spyr hvað krakkagerpið eigi að heita.
Ég teikna stríðsóðan kall sem breytir heilli borg í algert brak.

Ég teikna frið á jörð, ég teikna lambaspörð í túninu hjá henni ömmu.
Ég teikna róluvöll, ég rissa álf í tröll og hetjuna hana mömmu.

Ég teikna frið á jörð, ég teikna lambaspörð í sveitinni hjá henni ömmu.
Ég teikna álf og tröll, ég krota róluvöll og hetjuna hana mömmu.

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]