Viltu þá elska mig?

Viltu þá elska mig?
(Lag / texti: Bjartmar Guðlaugsson)

Þegar dagurinn við kvöldsólina daðrar
dreymin vaknar þá til vorsins vetrarnótt.
Um háloftin milljón misjafnlegar þekktar stjörnur
mæna út í tómið ofurhljótt.
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
fram á nótt?
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
langt, langt fram á nótt?

Þegar sumarið segir farir sínar
ekki sléttar haustinu,
þá biður þú um traust.
Þegar kólna fer í klakabrynju landinu
og kuldatíðin ríkir endalaust.
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
fram á haust?
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
langt, langt fram á haust?

Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
fram á haust?

Þegar frostrósir með fölva sínum
fjólubláum heilla þig
og fönnin hylur spor.
Þegar ástin er svo undarlega ærslafull
þá kvíðinn tekur frá mér kjark og þor.
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
fram á vor?
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
langt, langt fram á vor?

Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
fram á vor?
Viltu þá elska mig,
viltu þá elska mig
fram á vor?

[af plötunni Bjartmar Guðlaugsson – Það er puð að vera strákur]