Vordans

Vordans
Lag og texti Hörður Torfason

Það birtir af degi – hægt – en birtir þó.
Sumarið er að koma, þú skiptir um ham og skó.
Þér líður mun betur, þér er léttara um vik.
Þú átt sál fulla’ af gleði sem stjórnar þínu geði.
Korriró, korriró. Þú hatar allan snjó, korriró.

Já, sólarkossar ylja í sál og út um allt.
Vetrarbrynjan hrynur í henni var svo kalt.
Þú teygir allan kroppinn og skellihlærð að því;
þú klæðist nýjum fötum sem eru full af götum.
Korriró, korriró. Nú færðu að synda í sjó! Korriró.
Halló korriró.

Heimurinn andar hlýju og gleði í þína sál.
Hugfanginn þú hlustar, allt hefur fengið má.
Ég les úr þínum augum að þú vilt eignast hús.
Leggstu þá á bakið. Ég skal vera þakið!
Korriró, korriró. Hopp og hí og hó! Korriró.
Halló korriró.

Já, sumarið er að koma, af sól færðu aldrei nóg.
Á sumrin gerast atvik sem vorið undirbjó.
Sumarið skilur ástina og ekkert annað! – Og þó.
En njóttu þess sem líður, það kemur að því sem bíður.
Korriró, korriró. Af ást fær enginn nóg. Korriró.
Halló korriró.

Halló korriró.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]