Búum til betri börn

Búum til betri börn
Lag og texti Sverrir Stormsker

Ó, gleymdu ekki að minnast þess
þó að álfar og tröll skilji við,
að barnagerð
er ei lítilsverð
íþrótt, það flestöll skiljum við.

Í hangikjöti’ enginn styrkur er,
það er fæða ei athygliverð.
En hungursneið
svo og ostasneið
skaltu fá þér í morgunverð.

Búum til betri börn.
Gerumst nú metnaðargjörn.
Ota skal tota,
hættum að nota
skothelda getnaðarvörn.

Já fæðuvalið vanda skal
eigi börnin að komast á legg.
Já soðinn fisk
skaltu setja á disk
svo og harðsnúin hænuegg.

Við megum minnast þess að börnin
mega sín minna en við.
Þau eru smá,
sum hver af og frá,
notum því góðan efnivið.

Búum til betri börn.
Gerumst nú metnaðargjörn.
Ota skal tota,
hættum að nota
skothelda getnaðarvörn.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]