Létt – væn

Létt – væn
Lag og texti Sverrir Stormsker

Í hófum drekk ég hófi í
og hlæ að raupinu.
Já sjaldan fellur fyllisvínið
fjarri staupinu.
En ég stend keikur, kann mig,
Ég verð aldrei rænulaus
þó ég sé hænuhaus
og klára Klára.

Ég opna gin og opna ginið,
einnig konan mín.
Hún er mín besti brennivin,
já betri en Kláravín.
Já hún er queen, svo klár og fín
og glögg á jólaglögg
og alltaf á hún lögg,
já tár af Klára.

Við klárum okkur
við klárum bokkur.
Við erum létt – væn
og drekkum létt”væn”,
þungvín, ég er grúví,
aldrei þurr
né óléttur.

Ó, ég verð ekki rónni fyrr en
ég fæ staupið mitt.
Og ég verð ekki róni fyrr en
ég fer út í spritt.
Við Alkahólsveg býr hún og ég.
Það gefur okkur kikk
að kýla á vænan drykk,
tvöfaldan, kaldan.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]