Skilaboð

Skilaboð
Lag og texti Hörður Torfason

Ég hlýt að vera eitraður,
ban ban eitraður.
Þú vilt ekki tala við mig.
Hæ hvað með þig!

Ég hlýt að vera sjúkur,
fár fár sjúkur.
Þú vilt ekki líta við mér.
Hvað er að þér?

Komdu og ræddu við mig,
leyf mér að sjá þig.
Ég mun lengja líf þitt
og þú mitt.

Þú fórst í burtu frá mér,
langt langt frá mér.
Samt er ég að horfa á þig
og þú á mig.

Ég mun bíða lengi,
all all lengi.
Komdu svo og elskaðu mig
og ég þig.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]