Bryggjublómið

Bryggjublómið
Lag og texti Hörður Torfason

Settu heila tommu í glasið þitt,
tæmdu í botn og fylltu aftur.
Þó að þetta sé vínið mitt
þá vil ég
að þér líði vel.

Þér fer best að drekka freyðivín,
þú glóir eins og stjarna á himni.
Þegar dagar skæra ljós þitt dvín
þá vil ég
að þér líði vel.

Á daginn þú sefur,
á nóttunni vefur
þú örmum um gleðinnar hjóm.
Þú strákana þráir,
stelpurnar dáir,
samt finnst þér tilveran tóm.

Blómin þarf að vökva af og til,
í svarta myrkri þrífast þau ekki.
Takist mér að veita í myrkrið yl
þá veit ég
að þér líður vel.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]