Martröð

Martröð
Lag og texti Hörður Torfason

Þú eyðir sjálfsagt meiru en þú græðir.
Flestir kunna þér nokkur skil á því.
Sjáðu til, ef sálarhró þínu blæðir.
Ertu það fífl að halda að þú getir gert að því?

Áður en þú veist af ertu búinn kyngja
öllu því sem aðrir voru að syngja.
Inní hausnum á þér stórar bjöllur klingja.
Þú rumskar við að síminn er að hringja.

Það á að fjarlægja mann eins og þig af yfirborði jarðar.
Eitthvert kvöld þegar þú átt ekki von á,
ætlum við nokkrir að sitja hér fyrir þér.
Og við tökum fram rakvélablöðin og ristum fésið á þér í tætlur.

Þú ert helvítis aumingi! Þú ert nokkra stund að ná þér en vaknar síðan.
Það er undarlega langt í skilninginn.
En það er vissulega nokkru betri líðan;
Þér skilst að það sem þig dreymdi var; Símahringingin.

[af plötunni Hörður Torfason – Tabú]