Við spegilinn

Við spegilinn
Lag og texti Hörður Torfason

Láttu mig vera. Ekki elli snerta mig!
Veistu ekki hver ég er? Ég horfi á mig.
Ég skelf og titra af hrifningu yfir mér.
Ég loka augunum, strýk mér um hárið.
Guð, þetta er ofsalegt! Ég opna augun, hristi mig alla.
Ó, þetta er stórkostlegt!
Eitt skref til baka með drápsvip í augum og væti varirnar.
“Þeir liggja allir með tölu. Elsku vina. Því hvar verða varnirnar?”
Ég sveig mig að þér og laga augnhárin með litla fingrinum.
Set stút á munninn og sendi öllum kveðju frá klæðaskiptingnum.

[af plötunni Hörður Torfason – Tabú]