Trixie Delight

Trixie Delight
Lag og texti Hörður Torfason

Kynlífsins fegurð í hausnum á mér
er hefðbundin vitleysa í augum þér.
Ó, Trixie Delight!
Sjáðu hvernig ég læt,
ég hlæ og ég græt.
You know I just might,
wrap my arms around you tonight.
Þú ert svo sæt.
Sykurtoppar fjallanna inn við Sund.
Þú sýgur á þér puttana ef þú festir blund.
Þegar ég er einmana, hugsa ég til þín.
Þú veist að þér er velkomið að líta inn til mín.
Reyndu’ að hemja svipbrigðin ef strákana þú sérð.
Þeir skilja ekki allir hvernig þú ert gerð.

[af plötunni Hörður Torfason – Tabú]