Segðu mér [2]

Segðu mér
Lag og texti Hörður Torfason

Segðu mér frá draumum þínum,
þú mátt treysta á mig,
ég skal hlusta á þig,
enn þegar birtir.
Glatt mun þá sól skína,
ég held um hönd þína,
ég skil vel þína þrá.

Draumarnir stangast á
við það sem er,
finnurðu til hræðslu
í huga þér?

Svo er víst með flestum farið
að fegurðin er þrá
sem lesa úr augum má
og heyra af orðum.
Því skaltu ei óttast neitt,
fáðu ranglæti breytt
sem gæti af vegi leitt þig.

Má ég segja þér drauma mína?
Má ég treysta á þig?
Viltu hlusta á mig?
Enn þegar birtir?
Mun sól þá glatt skína?
Heldurðu um hönd mín?
Geturðu skilið mína þrá?

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]