Í hjónasæng

Í hjónasæng
(Lag / texti: Birgir Marinósson)

Lifir mér hjá, logandi þrá
og löngun að giftast þér.
Þú ert mitt rós, þú ert mín ljós,
þér í ég vitlaus er.
Ástar af glóð, yrki ég ljóð,
ávallt hjá þér, hugur minn er.
Augun þín skær, augun þín kær
eru að æra mig.

Láttu mig sjá, láttu mig fá,
lof mér að ná í þig.
Segðu mér það, segðu mér að
sífellt þú elskir mig.
Ef ég þig fæ, ef ég þér næ,
undir minn væng, í hjónasæng.
Þá fæ ég nóg, þá fæ ég, ó,
þá fæ ég nóg af þér.

Aldrei þú fá skalt frið
fyrr en við brúðkaupið.
Ástin mín góð, glettin og rjóð,
gengur þú mér við hlið.

Líður svo hjá, löngun og þrá,
lokið er brúðkaupsnótt.
Ást þín á mér, ást mín á þér,
öll virðist hverfa skjótt.
Ungbarnavæl, annir og skæl,
annarlegt prjál, prettir og tál.
Svo mun ég fást, svo mun ég kljást,
svo mun ég slást við þig.

Aldrei þú fá skalt frið
fyrr en við brúðkaupið.
Ástin mín góð, glettin og rjóð,
gengur þú mér við hlið.

Líður svo hjá, löngun og þrá,
lokið er brúðkaupsnótt.
Ást þín á mér, ást mín á þér,
öll virðist hverfa skjótt.
Ungbarnavæl, annir og skæl,
annarlegt prjál, prettir og tál.
Svo mun ég fást, svo mun ég kljást,
svo mun ég slást við þig.

[m.a. á plötunni Strákarnir okkar – ýmsir]