Fjallajurt

Fjallajurt
(Lag / texti: Guðmundur Haukur Jónsson)

Hún er svo falleg,
enginn skynjar það til fulls.
Hún lifir ein við stein í sandi.
Á vorin lifnar hún,
en enginn er samt hjá henni,
nema vindurinn, jörðin, vatnið og sólin.

Hún berst og stækkar í nekt,
í nöktu landi.
Og blóm hennar nýtur sólar,
sem gefur styrk til að eignast lítið fræ,
til að taka við af henni
við að elska – elska sólina.

Ekkert á eins fagra leið og lítil fjallajurt.
Hún vex og blómgast til að eignast fræ,
sem fjúka burt,
hún veit ei hvert,
þau fjúka burt.

Þegar sólin um haustið
sjóndeild læðist,
og hennar líf er að kvöldi komið;
hún er enn fögur, aðeins rjóð af kulda haustsins,
og hún hefur skilað fræjum
fyrir vorið – til að elska sólina.

[af plötunni Guðmundur Haukur – Guðmundur Haukur]