Íslenskt ástarljóð

Íslenskt ástarljóð
(Lag / texti: Sigfús Halldórsson / Vilhjálmur frá Skáholti)

Litla fagra, ljúfa vina,
lífstrú mín er bundin þér.
Sjáðu hvernig sólin brosir
sigurglöð við þér og mér.

Allt sem ég um ævi mína
unnið hefi í ljóði og tón,
verður hismi ef hjartað, vina,
hefur gleymt að elska frón.

Í augum þínum unaðsbláu,
augunum sem ljóma best,
sé ég landið, litla vina,
landið sem ég elska mest.

Litla fagra, ljúfa vina,
lífið fer að kalla á þig,
mundu þá að þú ert landið,
og þá hefurðu elskað mig.

[m.a. á plötunni Við eigum samleið – ýmsir]