Ég sá hana fyrst

Ég sá hana fyrst
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Ég sá hana fyrst í sumar sem leið
í síldinni norður á Siglufirði.
Og þá var nú kysst og kitlað um leið
og hvíslað í eyra ljúflingsyrði.

En eins og síldin bannsett stelpan brellin var,
hún burtu flogin var um leið og lóurnar.
En svo fékk ég bréf – og síðan ég hef
setið sem pabbi í öngum mínum.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – Lokatónleikar]