Við barinn

Við barinn
Lag og texti Hörður Torfason

Ég hef ekkert að gera, annað en að vera það sem þú sérð og þér finnst.
Ég er ekki farinn, ég stend hér við barinn og þrái þig yst sem innst.
Reyndu við mig, ég er ekki slæmur, aðeins svolítið í því og feiminn.
Reyndu við mig, ég bíð eftir merki svo skal ég gefa þér heiminn.

Reyndu við mig, ég horfi í glasið, hlusta á allt þrasið en líkaminn heimtar fleira.
Ég get hlustað og skrafað, djúpt í þig kafað. Ég veit, þú öskrar á meira.
Það er dúndrandi fjör hér og fiðringur í mér. Ég finn hvernig blóðið sýður.
Ég kann engu að neita, byrjaðu að leita. Ég er riddarinn hvíti sem bíður.

[af plötunni Hörður Torfason – Tabú]