Þrettánda kvöld ’75

Þrettánda kvöld ’75 [13da kvöld ’75]
Lag og texti Hörður Torfason

Tíu kíló af konfekti og maðurinn hló,
“Þú lýgur því” hrópaði hann,
stappaði niður fæti og skellihló.

Er sem mér sýnist að trýnið á Pósti og síma
líti út eins og taflborð?
Steinninn í hringnum á hendi mér glóir,
sem eldurinn rauði,
þó eldur sé – heldur
dálítið gulur og eilítið blár.
Þú þekkir í rauninni ekki minn persónuleika,
það er persónuleiki þinn sem þú þekkir af mér.

Hjördís getur
brotið hnetur
í allan vetur,
gerðu betur,
hún þær étur
en aumingja hún.
Það er gaman að sjá þig Kolbrún
ef framandi verur kæmu til jarðar
í heimsókn á gamlárskvöld
og gengju um götur Reykjavíkur

Hvað héldu þær þá?
Finnst ykkur galið,
þið sem talið
að ykkar sé valið?
Jón Ársæll spyr vel.

Tíu kíló af konfekti og maðurinn hló,
hann skrollaði á erronum,
ranghvelfdi augonum,
Hjördís hló að honum
svona er á sjoppunum.
Fólkið í röðinni skildi ekkert í henni.
Hún stappaði niður fótum og grét og hló
en heim komst hún þó
í húsið sitt niðri við sjó.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]