Draumadísin

Draumadísin
Lag og texti Hörður Torfason

Alein svífur hún sinn veg,
af öllum talin stórkostleg.
Hún er kona allra alda í senn
og hún lokkar til sín alla menn.

Já, mig og þig,
mig og þig.
Hún virðist engu ráða
en ræður þó
draumum allra manna
á landi, lofti og sjó,
sem hún skilur,
sem hún skilur ósköp vel
en.

Getur hún fundið mig?
Getur hún fundið mig?
Veit hún hvar ég er?
Getur hún fundið mig?
Getur hún fundið mig?
Veit hún hver ég er?

Ég er maður allra alda í senn
og mig dreymdi þig
og mig dreymir enn,
hvað dreymir þig?
Hvað dreymir þig?

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]