Big band 77 (1977)

Hljómsveit undir nafninu Big band 77 starfaði vorið 1977 og kom þá fram á djasskvöldi á vegum Jazzvakningar.

Engar upplýsingar er að finna um þessa sveit en hér er giskað á að hún hafi leikið undir stjórn Björns R. Einarssonar, hann var með fjórtán manna big band sveit vorið 1978 sem hugsanlega var sú sama og þessi, og þá um leið undanfari sveitar sem kölluð var Big band ´81 og kom fram nokkru síðar.