Big band Guðmundar Thoroddsen (1985)

Big band Guðmundar Thoroddsen

Big band Guðmundar Thoroddsen lék líklega aðeins einu sinni opinberlega, á þorrablóti Íslendinga í Amsterdam í Hollandi 1985.

Sveitin var að öllum líkindum sett saman fyrir þetta eina gigg en meðlimir hennar voru sagðir Kjartan [?] bassaleikari, Guðmundur Óli [?] söngvari, Ingveldur [?] söngkona, Jóhanna [?] söngkona, Vilberg [?] píanóleikari, Hróðmar [?] gítarleikari og Ragnar [?] trommuleikari.

Enginn Guðmundur Thoroddsen virðist hafa verið í sveitinni og frekari upplýsingar óskast um þessa skammlífu sveit.