Sabotage (1989)

Árið 1989 var hljómsveit stofnuð á Norðfirði af nokkrum ungum tónlistarmönnum þar í bæ, og hlaut hún nafnið Sabotage. Að öllum líkindum var þarna um rokk í þyngri kantinum að ræða.

Sabotage starfaði ekki lengi undir þessu nafni, líklega í aðeins fáa mánuði en þá var nafni hennar breytt í Langi Keli og stubbarnir. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Knútur Ásmundsson trommuleikari, Hrafnkell Ásmundsson gítarleikari, Einar Björn [?] gítarleikari og Daddi [?] bassaleikari.