
Sviknir landpóstar
Hljómsveitin Sviknir landpóstar frá Norðfirði lék víða um austanvert landið undir lok síðustu aldar, sveitin hætti líklega störfum árið 1999 en átti sér væntanlega nokkra forsögu sem óskað er upplýsinga um.
Meðlimir Svikinna landpósta voru þeir Magnús Þór Ásgeirsson gítarleikari, Sigurður Ólafsson bassaleikari, Arnar Guðmundsson Heiðmann gítarleikari og Aðalbjörn Sigurðsson trommuleikari.