Neistar [1] (1964)

engin mynd tiltækElstu heimildir um hljómsveit að nafni Neistar er að finna frá haustinu 1964 en þá lék sveit með því nafni í félagsheimilinu Egilsbúð í Neskaupstað. Hér er því giskað á að Neistar hafi verið af Austurlandi.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en Sigríður Rockley er auglýst sem söngkona með henni, hún hefur væntanlega ekki verið ein fastra meðlima Neista fremur en títt var um söngvara á þeim tíma en þeir voru iðulega lausráðnir.

Allar frekari upplýsingar um þessa sveit eru vel þegnar.