Neistar [2] (1966-68)

engin mynd tiltækHljómsveitin Neistar frá Sauðárkróki starfaði um eða eftir miðjan sjöunda áratug síðustu aldar.

Eini kunni meðlimur sveitarinnar er skagfirski tónlistarmaðurinn Hörður G. Ólafsson gítarleikari sem samdi m.a. Eurovision-framlagið Eitt lag enn og hefur verið í fjölda hljómsveita, en hann mun hafa verið í Neistum um tveggja ára skeið ungur að árum, er tímabilið 1966-68 hrein ágiskun um starfstíma hennar.

Nánari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.