
Umlag fyrstu Svona er sumarið plötunnar
Níu plötur komu út í sumarsafnplötuseríunni Svona er sumarið sem Skífan/Sena hélt úti á árunum 1998 til 2006 en serían hafði að geyma íslenska tónlist á vegum útgáfufyrirtækisins og var notuð til kynningar á henni, ýmist efni sem væntanlegt var á breiðskífum frá flytjendunum eða til að kanna markaðinn fyrir efnilegt tónlistarfólk. Plöturnar komu út í upphafi hvers sumars eða rétt fyrir sumarvertíð ballhljómsveitanna sem fóru svo um landið í kjölfarið.
Margir flytjendanna á Svona er sumarið plötunum voru meðal vinsælustu hljómsveita og söngvara landsins og hér má nefna Bubba Morthens, Sálina hans Jóns mína, Skítamóral, Írafár, Á móti sól o.fl. Plöturnar voru yfirleitt einfaldar en stöku sinnum var um tveggja diska útgáfur að ræða. Á þessum tíma tíðkaðist að setja afritunarvörn á geisladiska en jafnframt fylgdi kóði með sem slá mátti inn á vefsíðu útgáfufyrirtækisins og sækja jafnvel aukalög þangað.
Síðasta platan í seríunni kom út sumarið 2006.