
Sigurbjörn Þorgrímsson – Babel
Raftónlistarmaðurinn Sigurbjörn Þorgrímsson (1976-2011) gaf út á sínum tíma plötur undir aukasjálfinu Babel rétt fyrir síðustu aldamót en hann var öllu þekktari undir nafninu Biogen.
Svo virðist sem Babel hafi gefið út eina breiðskífu (bæði á geisla- og vínylplötuformi) og eina smáskífu. Upplýsingar um frekari útgáfu óskast sendar Glatkistunni.