Baðönd (1993-94)

Hljómsveitin Baðönd starfaði á Selfossi veturinn 1993 til 94 og lék einkum cover efni með hörðu ívafi.

Meðlimir sveitarinnar voru Guðmar Elís Pálsson söngvari, Heimir Tómasson gítarleikari, Pétur Harðarson gítarleikari, Halldór Snær Bjarnason bassaleikari og Jón Ingi Sigurgíslason trymbill.

Sveitin var eins konar útibú frá hljómsveitinni Bacchus [3] en Heimir, Pétur og Jón Ingi voru allir meðlimir þeirrar sveitar.