Pandemonium (1993-94)

Pandemonium

Pandemonium

Hljómsveitin Pandemonium var stofnuð í Réttarholtsskóla líklega snemma árs 1993 en þar voru flestir meðlimir sveitarinnar í námi.

Meðlimir sveitarinnar voru Rúnar Óli Bjarnason söngvari, Halldór Andri Bjarnason gítarleikari, Atli Már Agnarsson gítarleikari, Ingi Björn Ingason bassaleikari og Páll Hjörvar Bjarnason trommuleikari.

Sveitin var nokkuð áberandi sumarið 1993 og lék m.a. á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina og það sumar átti hún ennfremur lag á safnplötunni Landvættarokk.

Ári síðar átti Pandemonium einnig lag á safnplötunni Sándkurli en ekki er ljós hvort sveitin var þá enn starfandi.